Nú er eitthvað að gerast Daginn

Fyrir nokkru sátu við stjórnvölinn hér á hugi.is/jeppar tveir stjórnendur og virtust þeir hafa mismikinn tíma þá til stjórnunar. Þá taldi ég heppilegt fyrir vefinn þegar hugarar kvörtuðu sem hæst að sækja um stjórastöðu til þess að stjórnendur yrðu þrír og þannig reyna að tryggja að sem skemmstur tími yrði frá því að grein væri send inn og þangað til hún yrði samþykkt.

Síðan hefur liðið töluverður tími og í millitíðinni var fugli samþykktur sem stjórnandi. Taldi ég það líklegt að hann hefði verið ráðinn í staðin fyrir mig en nú á dögunum sá ég að ég hefði verið samþykktur af vefstjóra.

Já, góðir hugarar, ég er orðinn stjórnandi á hugi.is/jeppar.

Þessir þrír stjórnendur sem eru hér fyrir utan mig hafa lyft Grettistaki í að blása lífi í vefinn og eiga þökk skilið fyrir það og þess vegna skil ég ekki alveg af hverju ég var samþykktur allt í einu núna.

En nú líður að sumri og menn hafa mismikinn tíma til að sinna vefnum og kanski ekki vanþörf á fjórum stjórnendum. Ég læt kanski til að byrja með lítið að mér kveða en verð þeim sem fyrir eru til halds og trausts.

Kv Isan

Ps gleymum ekki að ferðast í sumar, myndin er tekin út um gluggan á Karlsskála sem stendur töluvert fyrir utan byggðina á Eskifirði