afsakið orðbragðið en ég bara búinn að fá nóg af því að toyota eigendur (aðallega) séu að skýta út musso, en staðreyndin er sú að Musso bila EKKERT meira en t.d.landcruiser 90 (sem að mínu mati er oft algjört drasl) persónulega á ég ekki Musso en þekki vel til nokkra sem að eiga slíka bíla og þjösnast þeir á þeim án þess að nokkuð gerist fyrir þá. Og satt að segja hafa Mussoarnir (að minni reynslu) stungið bæði Patrol og landcruiser 90 af þar sem að eitthvað þarf að erfiða en ekki bara freta yfir slétt hálendið. Og önnur staðreynd er sú að toyota nær svo vel að leyna öllum bilunum hjá sér vegna þess að þeir eru með mjög góða þjónustu og gera strax við þegar bilar til þess eins að leyna bilununum, og að því leytinu til er Musso auðveld bráð, sérstaklega samt vegna þess að þeir komu nýjir inn og (reyndar) voru allra fyrstu bílarnir með nokkra framleiðslugalla. En eftir því sem mér skillst var aldeilis prumpað yfir Toyota á sínum tíma, þegar að þeir voru ný og auðveld bráð.