Þar sem að það er ótrúlega rólegt núna þá ætla ég að spjalla um svogottsem ekki neitt :)

Á sumrin nota margir jeppamenn tímann til að gera við, bæta og breyta (á milli þess sem þeir ferðast brjóta og skemma ;). Í mínu tilfelli verð ég að nota sumarið þar sem að trukkurinn kemst ekki inn í bílskúr :(

Ég á ekki von á því að fara neina sumarferð þetta sumarið en það sem á að gera er eftirfarandi:

1) Setja sér olíukæli á skiptingu,

2) Skipta um olíuþrýstingsmæli, setja einn sem er með olíuslöngu alla leið en ekki sender unit,

3) Ef olíuþrýstingurinn lagast ekki við það, skipta um olídælu og jafnvel pönnu (kemur þrýsting ekki við),

4) Laga hvimleiðan leka við ventlalok,

5) Skipta um vökvastýrisdælu,

6) Setja kaptein stól farþegameginn svo farþegar séu ekki alltaf að kvarta yfir að ég sé bara með svona góðan stól (keypti tvo en nennti ekki að setja nema bílstjórastólinn í :)

7) Setja 38 tommu dekkin á 12 tommu felgur í staðinn fyrir 10 tommurnar sem þau eru á núna,

****
Ef tími vinnst til (og leti leyfir) þá fer ég kannski í það að gera rafmagnsrúðurnar virkar aftur og fleira smotterí en lofa engu með svoleiðis pjatt :)

Sem betur fer þarf ég ekki að kaupa nema lítinn hluta af þessum hlutum (það borgar sig að rífa bíla niður í gám), það er bara spurning um að framkvæma.

Vonandi eru einhverjir sem hafa metnaðarfyllri áform en ég fyrir sumarið, látið endilega heyra í ykkur :)

JHG