Sælir,

Er að pæla í Hilux dc '89. Hann er Nýskoðaður án athugasemda. Gormar framan og aftan. Lengdur milli hjóla 50 cm. Nospin læsing framan. Drifhlutföll 571. Dekk 38" Mudder. Rúmlega hálfslitin. Felgur 15x15. Ég er aðallega að pæla í vélinni, 2.4 dísel og hann er keyrður 234þús.
Er vélin nógu aflmikil fyrir alvöru fjallaferðir? Eru þessar breytingar sniðugar fyrir fjallaferðir, óþarfar/einhvað sem þyrfti að bæta við? Hver er reynsla ykkar af þessum vélum, eru þær búnar eftir þessa keyrslu? Hvað er sanngjarnt að borga fyrir þennan bíl?

Takk fyrir.
Einar.