Ég er byrjaður að leita mér að dekkjum fyrir veturinn, og nú auglýsa verkstæðin ekki nagladekk undir jeppa heldur verður maður að láta negla það fyrir sig þau dekk sem hægt er að negla og ekki gerir það dekkin ódýrari! Búinn að finna dekk á bilinu 20þús og til 30þús sem mér finnst dálítið mikið. 235/70R16 hélt maður að væri hægt að fá bara hvernig sem maður vildi en nei heldur betur ekki. Bý útá landi þannig að nagladekk verður það að vera, ef eitthver er fundvísari en ég á þetta þá endilega látið mig vita.
jaah maður spyr sig!