Kallinn er alveg dottinn út úr jeppamenningunni en er farið að kitla í puttana, enda búinn að keyra um á smábílum allt, allt of lengi :-(

Ekki það að Jimny sé stór, en þar sem maður er yfirleitt einn í bílnum og hefur ekkert allt of mikla peninga við hendina þá hugsa ég að Jimny henti ágætlega. Hef reyndar ekki prufað Jimny en ég átti lengri gerðina af Fox í den og var sá bíll að svínvirka.

En, til þess að Jimny-inn sé ekki alger barbý bíll þá mundi ég vilja breyta honum örlítið, þ.e. að skella honum á svona eins og 31", ekki mikið meira enda bíllinn bara með 1300 vél, og jafnvel skella klessugrind og kastörum framan á hann til að bölka hann aðeins upp.

Hvar er best að gera þetta og hvað mundi það kosta?