Hrauneyjar - Landmannalaugar 
21. nóv. 
Leiðin er mjög skemmtileg núna.  Mikill púðursnjór og nokkuð torveld.  Vel útbúnir 38" bílar ættu þó ekki að eiga í erfiðleikum með dagsferð.  
Hafa verður í huga að skjótt skipast veður í lofti og því ætti að miða áætlanir við það.