Alveg grænn í þessu en….

Keypti í haust Terrano II 3L. Undir honum eru frekar slöpp 235/70/16 heilsársdekk og ég verð að fara að skipta. Þessi sem eru undir eru skelfilega léleg í hálku.

Nokkrar spurningar:

(1) Hvort á maður að vera með sumar og vetrardekk á jeppa eða bara vera allt árið á heilsársdekkjum?
(2) Ef vetrardekk þá nelgd? Ég viðurkenni að þetta er mestmegnis innanbæjar en út á land 2-3 í mánuði að vetri.
(3) Með þennan bíl – get ég sett stærri dekk undir hann og þá hvaða stærð án þess að breyta honum?
(4) Mælir einhver sérstaklega með einni dekkjagerð frekar en annari?