Fyrir þá sem ekki vita þá er í gangi heimsmets tilraun þar sem 6 hjóla Econoline Gunnar Egilssonar er að reyna að keyra á suðurpólinn á sem stystum tíma.

Lagt var af stað á föstudaginn kl 15 og lítur út fyrir að þeir nái pólnum um hádegi í dag.

Kl 08 í morgun (Mánudag 12-12-2005) voru þeir á 89.604S 85.47W. eða um 50 km frá markinu.

Hraðinn þá var um 10 km/klst en hraðinn hefur verið meiri og færið ætti að vera orðið gott svona nálægt pólnum.

Fyrra metið var sett af mótorhjóli á 24 dögum.

Það er ekki að spyrja að því að þegar Íslenskt hugvit og góður bíll koma saman þá virðist sem gamla metið verði tekið í nefið á innan við 3 dögum : )

http://www.icechallenger.co.uk/
Chevrolet Corvette