Ég veit að þetta er jeppa áhugamálið og þessi frásögn er ekki um jeppa, en samt sem áður ætla ég að henda þessu hingað inn, bara til að reyna að lífga eitthvað upp á hlutina hér…


Allavegana, þá var mamma eitthvað að tuða undan olíupolli undir bílnum mínum í fyrradag og skipar mér að mæla olíuna…ég frekar fúll segi bara já og amen og mæli…sem ég gerði sem betur fer, því að það var komið niður fyrir lágmarkið á kvarðanum.
Svo ég bætti 2l af smurolíu á relluna. Svo lagði ég í stæði úti á plani.
Svo í morgun þá fer ég að bera út og tjekka undir bílinn minn og þar er kominn þessi líka stóri olíupollur og ég hringi bara í afa og segi að það leki virkilega mikil olía úr bílnum mínum. Hann hringir síðan í mig upp úr hádegi og segir mér að koma í húsnæði sem að hann hafi getað komist inn í að skoða þetta.
Hann tjakkar upp bílinn og er ekki lengi að sjá hvað er að, en það var bara gat á pönnunni. Við byrjum að rífa hana undan með tileyrandi veseni (þetta er jú asískt svo að öllu er pakkað vel inn) og kaupum nýja pönnu og allt tilheyrandi til að henda þessu saman.
Svo var aftur vesen með að henda saman pústfestingunum (þetta er asískt, eða var ég kannski búinn að segja það?).
En allavega tókst okkur að henda þessu saman aftur og tók það ekki nema svona fimm tíma að gera þetta allt…já og þó að afi kallinn sé ýmsu vanur, þá hefur hann alldrei rifið Accent áður, svo að þetta var bara ágætis tími held ég…betra að vera seinn en að skemma eitthvað…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“