Já ég ætla nú aðeins að kvarta yfir bílasölunni Höfðabílar, þannig er mál með vexti að ég spottaði einn gamlan ford þarna sem var með camper á pallinum og var settur á 650 þús, með tímanum (nokkrar vikur) var camperinn keypur af bílnum og hann lækkaður niður í 450 þús og svo niður í 250 þús og þá fór ég virkilega að sýna bílnum áhuga, ég hringdi niður eftir og fékk að koma og prufukeyra garminn en þegar á að láta í gang er hann steindauður og þeir segja við mig að batteryin séu ónýt en leyfa mér að kíkja ofan í húddið og inní hann sem var allt í lagi (alltaf þegar þeir voru að reyna segja mér frá bílnum þá var það vitlaust t.d. árgerð vélarstærð og annað), þeir segjast ætla hafa samband við eigandann og eitthvað.

Ég hringi 2 dögum síðar og þá segja þeir “já komdu bara niður eftir við gefum þér start” ég kom þarna svona 2 vikum seinna (skólinn var að byrja og mikið að gera) og akkúrat sama dag er eigandinn búinn að koma með tvö nýja geyma og taka bílinn, ég fer þá heim hringi í þá og reyni að plana stefnumót við kauða og þeir segjast ætla hirngja í mig þegar ég megi koma, hann hringir ekkert og þegar ég hringi aftur þá nær hann aldrei í eigandann og eitthvað djöfls bull.

Síðan loksins! hringir hann (reyndar sá ég bara að hann hefði reynt að ná í mig einu sinni kl.12 þann dag og þegar ég sé þetta er kl. 13) og ég hringi til baka þá segir hann við mig, komdu NÚNA því eigandinn er kominn með bílinn hann fer norður eftir 30 mín og það verður ein kona líka að skoða þannig ég dríf mig strax uppeftir en hvað sé ég, konuna í símanum að ganga frá kaupum á 200 þús (sem ég var búinn að ná að prútta þarna í millitíðinni í gegnum bílasöluna) ég segi við kellinguna myndir þú bjóða hærra en 250? já segir hún og þá nær þetta ekki lengra og hún kaupir bílinn og ég sit eftir með sárt ennið. Mer skildist nú á henni að hún hefði verið nýbúin að vinna í lottói, hef sjaldan verið jafn vonsvikinn því ég var búinn að finna hurðir frambretti og svona eitt og annað á þennan bíl og búinn að hugsa mikið um þetta.

Ég vill nú meina að þetta sé aðallega bílasölunni að kenna að geta ekki hafað gefið mér start þarna í fyrsta lagi og bara eiginlega engin áhugi af þeirra hálfu að selja bílinn! og síðan þegar einhver annar óskar eftir að fá að skoða þá get ég flotið með. Ég hringdi mjög oft upp eftir og annaðhvort var gaurinn ekki við eða þá að hann “náði” aldrei í eigandann.

Þannig ef þið eruð að fara selja bíla látið höfðabíla ekki gera það.

En þá er bara að bíða eftir næsta bíl (engin svona bíll til sölu núna sem ég hef fundið)

Hefur einhver annar lent í svipuðu

TKB