Sælir hugarar.

Nú þarf ég að fá hjá ykkur hjálp.

Ég og vinur minn erum að vinna í smá uppgerð á ansi vígalegum bíl, Chevy K-5 Blazer árg 1971 með línusexu sem skilar 155 HP.

En vandamálið er að bremsupúðinn bílstjórameginn var farinn að festast þegar bremsað var og á endanum var hann aftengdur og það olli því að bíllinn bremsaði skakkt og bíllinn valt.

Nú erum við komnir með hann í hendurnar og erum byrjaðir að vinna í honum og gengur svona lala, lítið gert vegna prófa og þannig.

En aftur að bremsupúðanum, þetta þurfum við að laga til að koma bílnum aftur á skrá seinna meir, getur einhver lóðsað okkur í gegnum það hvernig við gætum lagað þetta leiðindavandamál?
Við botnum ekkert í þessu og viljum ekki fara að taka einhvern óþarfa úr sambandi og eyðileggja eitthvað.

Öll hjálp er vel þegin.

Kv Atli.