sælir,

ég er í vandræðum með broncoinn minn og þar sem ég kann nánast ekkert inn á vélar verð ég að spyrja ykkur snillingana. þannig er mál með vexti að bíllinn á það til að drepa á sér í lausagangi og hægagangi þegar ég gef honum ekki inn. hann snýst líka svo helviti lágt í lausagangi hann er að snúast á um það bil 700-800 snúningum veit einhver hvað gæti verið að og hvað ég geti gert í þessu.

btw, þá er þetta 87 árgerð með 2,9 innspýtingarmótor.

vonandi getiði hjálpað mér kvejða Raggi rock