Já, ég rak augun í einkar skemmtilegan bíl, sem heitir Santana og er framleiddur á spáni. Þessi bíll er keimlíkur Landrover enda settur saman í gömlum Landrover verksmiðjum en einnig sér maður smá súkku í honum enda var Suzuki einnig framleiddur þar. Þessi bíll kallast Santana Anibal ps10 og er eiginlega eftirlíking á Landrover Defender 110.Þessi bíll fannst mér reyndar að mörgu leiti sniðugari en LandRoverinn, það er að segja að það er búið að bæta úr sumum göllum eða einkennum á Landrover. T.d er boddýið á púðum ekki vinklum eins það er núna, toppurinn er orðinn þéttri og reyndar allur bílinn. Santanan er með 2,8 tdi Iveco mótor og er eitthvað um 125 hö. Mótorinn er með gott tog og sem dæmi þá getur hann gengið í 5, gír á 1000. snúningum sem er ágætt. Bíllinn er á parabolic fjöðrum eða fáblaða fjaðrir, sem gefa ágæta fjöðrun.
Þetta er meira svona vinnubíll og er frekar einfaldur, með það að sjónarmiði að menn geti gert við hann sjálfir! Þennan bíl er hægt að fá í ýmsum útgáfum, pick up og svona fleiri útgáfum! Sterkbyggður bíll sem vert er að skoða!!
Fyrir nánari uppl. http//www.bsa.is/