Ég er að mörgu leiti sammála gurkunni.
Það verður seint hægt að segja að ég sé á móti bensínbílum, og er vanur að notast við átta gata bensínrokka :)
Því verður samt ekki á móti mælt að díselvélarnar hafa líka sína kosti. Sem dæmi þá eyða þær oft 30% minnu miðað við bensínvél af svipaðri stærð. Í ferðum þíðir það að menn þurfa að taka minna eldsneyti með sér sem þíðir léttari bíll=meira flot (að maður tali ekki um sparnaðinn). Á móti kemur að díselvélar eru oft þyngri en bensínvélarnar sem gæti í einhverjum tilfellum vegið þar á móti (en það er samt betra að hafa þyngdina að framan en í tanki að aftan).
Ég er að skipta út V8 bensínvél fyrir díselrokk. Ég veit að það verður ekki eins mikið fjör, og að það mun þíða lítið að spyrna við fólksbíla eins og ég stundaði hér áður (tími því hvortsemer sjaldan í seinni tíð).
Rekstrarkostnaðurinn mun hinsvegar lækka mjög mikið. Bíllinn er nú að eyða um 22 en miðað við þá sem ég þekki með svipað kombó og ég verð með ætti hann að detta niður í 15 með díselnum (en það passar glettilega vel við 30% regluna).
Til að auka aflið get ég fengið túrbínu á rokkinn en 6,2 lítra díselrokkur með túrbínu getur skilað vel ásættanlegu afli :)
En svo eru það nýju díselvélarnar. Ef þú lítur á nýju díselvélarnar frá GM/Izusu, FORD/International eða DODGE/Cummins þá eru það svakaleg orkuver. Ég veit að einn Dodge fór kvartmíluna á um 10,50 sekúndum en það er betra en útúrtjúnaða Imprezan var að fara útí Englandi um daginn (samt mjög góður árangur hjá þeim).
Af því að dísel vinnur á sjálfsíkveikju (meðan að neistakveikjuvélar eru viðkvæmar fyrir henni)þá er hún ideal fyrir Turbó. Þú dælir lofti inn og olíu á eftir. Túrbínan veldur því meira að segja að afgashiti fellur, sem er betra fyrir stimplana. Þú færð því oft á tíðum meira afl og meiri endingu. Það er að éta kökuna og eiga hana :)
Það þíðir ekki að dæma allar díselvélar á díselvélum sem sumir japanskir bílaframleiðendur bjóða sínum kúnnum uppá, vélum sem gera lítið annað en að búa til reyk og hávaða og eyðileggja hedd.
En, sumum henta bensínvélar, öðrum díselvélar og þetta eru hvortveggja góðir kostir, menn verða bara að reikna sitt dæmi og velja eftir því.
JHG