Þarna kom upp viðkvæmt málefni. Hvor kostur hefur sína kosti og galla. Ég hefði viljað fá valmöguleikann “hlutlaus” svo ég þyrfti ekki að velja á milli.

Yfirleitt þykja mér bensínvélarnar skemmtilegri (samt er ég að fara að fjárfesta í grútarbrennara til að troða í húddið) en flestir bílaframleiðendur eru að gera ótrúlega hluti með grútarbrennara.

Faðir minn flutti um daginn inn 2003 módel af Mercedes Bens 320 CDI. Aflið er það mikið að fæstir fólksbílar á götunni hafa nokkuð í hann að gera. Þegar þú ert í bílnum þá heyrir þú ekki að það sé díselrokkur í húddinu.

Hvað kanann varðar þá eru díselmótorarnir sem GM, FORD og CHRYSLER bjóða uppá farnir að skila svaðalegu afli. Menn eru farnir að ná góðum kvartmílutímum á stórum pallbílum (Dodge Pickup með Cummins að rúlla kvartmíluna á 10,50).

Þessi aflaukning hefur samt tekið sinn toll, það þekkja allir vandamálin með heddin í Patról en fleiri virðast vera að lenda í vandræðum. Nýja 6,0 lítra Powerstroke vélin frá FORD hefur verið að klikka og einhver smávandamál hafa verið með DURAMAX vélina. Cummins vélin virðist samt alltaf standa fyrir sínu. Þessi vandamál flokkast samt sem barnasjúkdómar (þó þeir hafi verið langvarandi í Patról) og hljóta að leysast innan ekki langs tíma.

Ég valdi bensín, kannski mest af gömlum vana, en díselvélarnar hafa margt til síns ágætis.

JHG