Howdy partners!

Það vill svo skemmtilega til að 35“ breytti Pajero-inn minn er að gera útum spindilkúlurnar í honum. Um er að ræða efri kúlur í báðum framdekkjum og bíllinn því mjög skrýtinn í akstri.

Ég tékkaði í Bílanaust og ég fékk bara svar frá þeim um að þetta væri ekki til hjá þeim. Hringdi svo í Heklu og fékk þær upplýsingar að ég þyrfti að kaupa spyrnuna alla sem að kostar ”Aðeins“ 24.900kr. Takk fyrir það Hekla.

Veit einhver um þetta einhversstaðar, öll hjálp vel þegin.

PS: Svo vantar mig startara í græjuna.

Ójá, þetta er 90 árgerð V6 3000cc græja.<br><br>______________________________
”Hakuna matata"
-Tímón og Púmba
______________________________