er búinn að vera að skoða stuttu týpuna af pajero svona í upphafi sumars og hef ekki ennþá fundið neitt sem heillar gjörsamlega. átti einn stuttan ´87 árgerðina og var ágætlega sáttur við en eitthvað hefur pajero misst sjarmann í nýlegu útliti. ákvað síðan að gamni mínu að prufa einn af þessum hræðilega ljótu korando bílum frá benna og hann kom mér skemmtilega á óvart. með 2.9 dísel og ansi skemmtilegur. veit einhver um bilanir eða slithluti í þessum bílum? er ekki mikið að spá í að komast mikið á vetratíma nema í og úr námi/vinnu á 33“ og jafnvel 35” ef það er ekki mikið föndur að koma þeim undir… allar upplýsingar eru vel þegnar!