Komið þið sæl,

Ég er í rosalegum vandræðum og vantar álit frá mér fróðari mönnum, ætla að rekja mína raunarsögu hér og vonandi er einhver þarna úti sem getur ráðlagt.

Ég á Suzuki Sidekick árgerð 93, í fyrra fór heddið í honum og fór með hann á verkstæði þar sem gert var við þetta, fékk hedd úr 95 árgerðinni.

Ég fór með bílinn í viðgerð fyrir ca mánuði síðan af því að í mælarborðinu stóð check engine og fékk að vita að heddið sé aftur farið… í þetta skiptið keyptum við heila vél úr 98 árgerð.
Ég fór til sama mannsins með bílinn og hann setti fyrri mig vélina í. Þetta tók ca viku út af vandamálum og veseni í kringum þetta hjá honum.
Þegar bíllinn var tilbúinn fór ég að sjálfsögðu og sótti hann inn í Kópavog, keyrði inn í Reykjavík til að ná í kallinn minn og svo inn í Hafnarfjörð, en þegar ég var að verða komin heim þá hættir hann að skipta sér (er sjálfskiptur) var bara fastur í 1 gír og þandi sig.

Ég lagði bílnum og hringdi í pabba og pabbi hringdi í viðgerðar kallinn og sá maður sagði að það gæti bara ekki verið að hann væri að þenja sig.
Þannig að pabbi brunar til mín og ætlar að prufa bílinn en þá er ekki hægt að bakka honum. Eina sem hann gerði í bakk gír var að þenja sig og haggaðist ekki.
Ég og kallinn minn ýttum bílnum og pabbi prufaði að keyra bílinn, en viti menn, hann gat keyrt bílinn ca 100 metra þegar skiptingin gaf sig alveg. Það var ekki hægt að bakka og ekki hægt að keyra áfram.

Pabbi hringir aftur í viðgerðarkallinn sem kom á svæðið og þegar við störtuðum bílnum þá voru svakaleg óhljóð í vélinni bara eins og það væri verið að drepa kött.
Viðgerðarkallinn tékkaði á olíu á skiptingunni og hún var á og dró hann svo á verkstæðið hjá sér aftur.

Viðgerðarkallinn gekk til sérfræðinga (svo segir hann allavegana) og enginn vissi neitt, umboðið sagði að þessir gírkassar bili bara einfaldlega ekki og ekki til varahlutir í hann á klakanum.

Það var ekki fyrr en ég talaði við mann sem talaði við annan viðgerðar mann og lýsti þessu fyrir honum að hann benti beint á túrbínuna og sagði að kallinn hefði ekki ýtt henni rétt inn þegar hann skipti um vél.

Viðgerðarkallinn vill að sjálfsögðu ekki viðurkenna það, fór með bílinn til sjálfskiptingar pró og viti menn, túrbínan ónýt, og ennþá neitar kallinn að þetta sé hans mál og segir að þessi sjálfskiptingar pró segi að þetta sé bara einfaldega bilun.

Mín spurning er sú.
Getur það virkilega verið að kallinn hafi ekki gert neitt og þetta sé bara svona rosaleg tilviljun að túrbínan fari um leið og hann er búinn að vera að fikta í bílnum?

Á maður ekki að heyra eitthvað eða finna eitthvað þegar maður er að keyra á bíl þar sem túrbínan er að fara?
Það var allt í þessu fína með skiptinguna áður en bíllinn fór til hans.

Hvað er hægt að gera í þessari stöðu?

<br><br>Kveðja
HJARTA og Max
Kveðja