Set þetta innlegg hér svona fyrir skipulagið en sumt af því sem ég segi hér er svar við pistlum í korknum “breytingar á jeppa”.
Jens segir þar: “Ég held að það sé engin tilviljun að það eru engar sérstakar reglur fyrir breytta jeppa” Þetta er bara alls ekki rétt þar sem það eru til sérstakar reglur um breytingar þar sem sagt er hvað má og hvað má ekki og m.a. hvernig eigi að ganga frá stýrisgangi. Það var mikil breyting frá því þegar menn voru menn voru jafnvel með misgóðar suður á stýrisgangi. Þessar reglur eru byggðar á reynslu íslenskra jeppamanna annars vegar og athugunum fagmanna og enn er verið að þróa þessar reglur í samvinnu skoðunarmanna og tækninefndar 4x4.

Leo veit sjálfsagt ýmislegt um bíla og oft fróðlegt að lesa pistla hans. Það er samt víða að finna villur hjá honum og staðreyndavillur. Sem dæmi í grein um Defender segir hann að háa drifið sé yfirgír eða uppfært um 22%. Það er rétt að háa drifið er ekki 1:1 eins og algengt er en það eru undirgír en ekki yfirgír. Þetta kemur þessu máli svosem ekki við en sýnir að hann er ekki óskeikull. Það er líka rangt hjá honum að umræða um þessa hluti hafi bara verið í formi upphlaupa án faglegrar þekkingar. Svoleiðis umræða hefur vissulega verið í gangi, en fagleg umræða hefur líka verið í gangi og reglur um þessi mál byggja á henni. Hún hefur bara ekki verið í fjölmiðlum og Leó ekki boðin þátttaka.

Hann segir líka: “Athyglisvert er að hvorki rödd löggjafans/dómsvaldsins né þeirra sem hafa með höndum öryggis- og skylduskoðanir bíla hefur heyrst varðandi öryggi (eða meint ófullnægjandi öryggi) breyttra jeppa þrátt fyrir að alvarleg slys hefðu mátt teljast nægt tilefni.” Þetta er bara ekki rétt því þegar slys hafa orðið, og auðvitað hafa breyttir jeppar lent í slysum rétt eins og öll önnur ökutæki í umferð, þá hefur þetta verið skoðað. Ástæða slysanna eru hins vegar ekki rakin til breytinganna heldur rakin í hausinn á ökumönnum, mannleg mistök eða í verstu tilfellunum glannaskapur. Og það er auðvitað sama ástæða og þegar aðrir bílar lenda í umferðaslysum. Það eru því til hættulegir ökumenn á allskonar bílum, en allavega mun minna um hættulega jeppa.

Ég tek hins vegar undir með JHG að ábending Leós um EGR og þetta fikt í vélunum er eitthvað sem menn ættu að spá í. Allavega að fara varlega í svoleiðis hluti.