Fyrst að mikil umræða hefur sprottið upp í jeppaheiminum okkar vegna skýrslu Leós M. Jónssonar “véltæknifræðings”
http://www.leoemm.com/jeppabreytingar.htm

Þá langar mig að skapa smá umræðu hér!

Sjálfum finnst mér þetta algjört bull og spyr ég Leó hvort hann vilji ekki bara banna breytta jeppa á götum landsins! Eigum við ekki bara hætta þessum eilífðar jeppaferðum okkar uppá hálendi landsins. Leó er greinilega mikill fylgismaður malbikunar Kjalvegs og fleirri hálendisvega. Því ekki vill að við stofnum öðru fólki hættu á því að keyra um á þessum “drápsvélum”!

En reyndar þá sýndi skýrsla Orions: http://www.vegag.is/vefur2.nsf/Files/slysat_breyttra_jeppa2002/$file/slysat_breyttra_jeppa2002.pdf

Um slysatíðni jeppa, að hlutfall slysa breyttra og óbreyttra jeppa sé töluvert lægri en hjá breyttum jeppum. Þetta stangast töluvert á orð Leós sem segir í fyrstu setningu sinni “Í kjölfar alvarlegra umferðarslysa, þar sem árekstur hefur orðið á milli jeppa og fólksbíls, en þá hafa þeir sem voru í fólksbílnum oftar en ekki slasast alvarlegar og jafnvel látið lífið”

Hafi þið góðu hugarar séð einhverjar fréttir um alvarleg slys og eins og Leó segir að fólk hafi látist í umferðarslysi við breyttan jeppa? Ég hef ekki orðið var við þetta, og ekki er umferðarstofnun mikið að kvarta undan þessu!

Hvað finnst ykkur um þessar árásir á okkur jeppamenn? Það sem mér finnst vera sorglegasti hlutinn við þessa skýrslu er sú að fólk sem veit lítið um jeppa trúir þessu!

kv, Ásgeir<br><br><i>Hvort er betra að eiga Patról með “Change Engine” ljósi eða Musso með “Game Over” ljósi???</i