Góðan daginn

Ég er mikið búinn að spá í því að fjárfesta í Jeppa (jeppling) upp á síðkastið en vantar hjálp í sambandi við hvaða jeppling ég ætti að fá mér. Ætla ég þess vegna að bera þessa spurningu undir ykkur, er þar sem ég treysti ekki bílasölumönnum til að segja mér sannleikann. Ég er dálítið búinn að vera að pæla í Suzuki Vitara 93, og svipuðum bílum.


Sá bíll sem ég er að láta mig dreyma um þarf að uppfylla 3 skilyrði.

1. Má ekki kosta meira enn 900.000
2. Þarf að vera nógu öflugur til þess að komast í Þórsmörk og upp á heiðar í snjó.
3. Verður að vera undir 3000cc flokknum.


Ef þig getið mælt með eitthverjum eða varað mig við öðrum endilega svarið þið þá þessum pósti.