hann pabbi minn á flottan Chevy Blazer ´76 sem er með 350 ci vél
(5,7 l).
Þar sem að þetta er stór bíll sem er algjör bensínhákur (eyðir um 30 l á hundraðið í blönduðum akstri) notar hann bílinn mjög lítið.
einu skiptin sem hann notar bílinn er þegar við förum á hreindýraveiðar, að saga okkur jólatré eða förum í einhverjar veiði- eða fjallaferðir.

Hann hefur hann verið að hugsa um að fá sér 6,2 eða 6,5 lítra díselvél í gripinn og hann hefur aðeins verið að þræða eBay síðurnar í leit að ódýrri vél.

hefur einhver ykkar bílakalla pantað vél eða einhvern annan stóran hlut í svona jeppa?

Á kannski einhver Chevy díselvél hér á landi, fala til sölu?

takk fyri