Góðan daginn hugarar.. Ég fór á laugardaginn uppá langjökul snemma að morgni. Valdi mér þá leið að fara til þingvalla og beyja inná bláskóaheiði eða kaldadalsleið eins og flestir þekkja hana. Var næstum autt upp að jöklinum, þó voru smá þúfur hér og þar. Á leiðinni hitti ég tvo jéppamenn að fara þessa slóð, 1 patrol og 1 dodge dakota. Patrolin var á 38 tommunni og dakotan var á einkverju svipuðu róli. Ekki vildi nú betur til að þegar ég kom að var dakotan fastur í 1 þúfunni og patrolinn að reyna kippa honum upp. Það fyndnasta var við það að ég var enn á afturhjóladrifinu og trítlaði frammhjá þeim á afturhjólunum. Ég fór reyndar á afturhjólunum alla leið að jökklinum. Þegar komið var uppá jökulinn var smá skafrenningur en frábært færi að leika sér í. Ekki spillti sólinn fyrir og jökullinn var mjög góður.
Dreif mig svo niður af jökklinum því að það var að stefna í vont veður seinni partinn á laugardeginum og var ég kominn í bæinn um 2 leitið um daginn. Ég var á Ford Bronco II með 2,9 vélinni og á "33 dekkjum. Myndi ég segja að nú sé bara að fara hlakka til vetrarins því að þá verður hægt að fara út að leika ;)
Með kveðju…