Mig langar að heyra álit manna varðandi reglulegar km skoðanir og smurningu á bílum hjá viðurkenndum þjónustuaðilum, en þeir leggja ca. upp með að það sé gert á um 5000 km fresti og umfangið misjafnlega mikið eftir í hvaða km tölu bílinn stendur.

Ég velti því fyrir mér þ.s. þetta er nokkuð dýrt, hvort það er nokkuð vit í þessu þegar bílarnir eru orðnir nokkura ára gamlir eða keyrðir þeim mun meira. Ég velti því líka fyrir mér hvað þetta skilar sér í endursölu verði, ef bíllinn á annað borð virkar vel og lítur vel út. Sér í lagi þegar maður er að horfa á meðal reikning upp á ca. 15 þkr. fyrir þetta eftirlit með minniháttar viðgerðum. Um leið og þetta er orðið eitthvað meira viðhald er þetta komið um og yfir 50 þkr. (þ.e. er mín reynsla).

Bíllinn verður sennilega eitthvað sölulegri ef þjónustuhandbókin sýnir að viðurkenndur aðili hefur séð um bílinn með reglulegu millibili. Mín reynsla hefur verið að ég fer með bílinn í þessar skoðanir, venjulega í þeirri trú að hann sé bara í fínu lagi, en enda með frekar háan reikning en finn lítinn eða engan mun á bílnum. Þetta er kannski eitthvað sem á að heita fyrirbyggjandi viðhald. Ég vil taka það fram að ég er enginn sérfræðingur í bílaviðgerðum en veit þó hvað þarf til að hjólin snúist og stoppi og hef séð um þetta almenna viðhald á bílum sem ég hef átt hingað til, en þegar aðstöðuleysið er algjört hefur maður þurft að treysta á þjónustu aðila til að redda málunum.

Hver er ykkar skoðun á þessu?