Smá spurning hérna… reyndar ekki beint um jeppa en mér sýnist jeppamenn alltaf vita meira um bíla almennt heldur en aðrir þannig að ég spyr ykkur. Þannig er að ég renndi litla bílnum mínum í skoðun og hann fór reyndar í gegn en það var gerð ein athugasemd, að það þyrfti að skipta um spyrnuþéttingar. Svo pældi ég ekkert í því meir fyrr en áðan.. ég var nefnilega búinn að plana smá bíltúr úr bænum á morgun. Ég hefði náttúrulega átt að spyrja skoðunarmannin nánar út í þetta áður en ég fer að bruna út á land.. en því spyr ég ykkur. Er þetta eitthvað sem ég ætti að gera áður en ég fer úr bænum eða er mér óhætt að keyra nokkur hundruð kílómetra án þess að skipta um þetta?
Þakka öll svör.