Hæ, Ég er að pæla í að kaupa mér einhvern ódýran jeppa til að komast eitthvað út fyrir þjóðveg 1 í sumar. Þá kemur spurningin, hvernig jeppa er best að fá sér…. fyrir einhvern sem vill geta komist kannski eitthvað upp á hálendi og kannski Landmannalaugar og eitthvað þannig? Fyrir einhvern sem hefur ekki mikla reynslu af jeppum eða hálendisakstri (pabbi minn átti reyndar upphækkaðan Cherokee sem ég keyrði fyrstu 2 árin eftir bílprófið en ég fór aldrei neitt á honum)? Og síðast en ekki síst eitthvað sem er ekki of mikill bensíngleypir?

Ég hef heyrt að Suzuki vitara séu mjög góðir og frekar ódýrir en komist samt slatta. Þannig að ég hef aðeins verið að spá í þeim. Hver er til dæmis munurinn á Vitara og Sidekick? Hvað eru þessir bílar að eyða? Hvernig eru þeir að reynast? Varðandi bilanatíðni, viðhald og svoleiðis, borgar sig frekar fyrir mig að kaupa kannski 91-93 árgerð á 300-500 þúsund eða fara frekar í nýrri bíl fyrir svona 600-800 þúsund?

Eða er einhver önnur tegund sem þið mælið frekar með?

Öll ráð kæmu sér mjög vel þar sem ég veit ekki mikið um þetta :)