það voru 2 bílar sem hittust á select við vesturlandsveg á sunnudagsmorgni og var ákveðið að kíkja inn í landmannalaugar í gegnum dómadal. toyoturnar voru komnar við sólarupprás að heklu að greinilegt að nægur snjór var til að festa sig (enda tókst það nokkrum sinnum). allt gekk eins og í sögu inn eftir, 3 litlar festur sem þörfnuðust þess samt að rífa spottann 3 sinnum af pallinum og svo matarhlé inn í landmannalaugum. á leiðinni til baka var ákveðið að beygja inn að landmannahelli og gekk ferðin eins og í sögu þar, lítill snjór og hægt að standa bílinn. en svo komum við aftur að sprænunni sem hafði verið vel frosinn nokkrum metrum ofar og ég á mínum 35" sumardekkjum fer útí og sat fastur, spottinn hengdur aftan í og bílnum kippt upp. fórum aðeins neðar og klakkinn brotnaði og allt leit út fyrir að dýpið væri ekki mikið en einni bíllengd lengra datt bíllinn niður og sat þar pikkfastur og spottinn bundinn aftan í stuðarann! ég skipaði vini mínum að hunskast úr skóm og sokkum og vaða útí og viti menn, hann fór en tókst ekki að losa hnútinn!! eftir miklar fimleikaæfingar á stuðaranum tókst að losa hnútinn en fólksbílaspottinn slitnaði í miðjum átökum en það reddaðist þar sem bíllinn var kominn langleiðina uppúr. síðan hittum við 3 bíla ofurhóp og fengum að elta þá. það bjargaði alveg deginum að á endasprettinum þá festist ferðafélgai minn og þó að ég hafi oftar fengið drátt þennan daginn þá var hann dreginn lengra í metrum talið….. maður verður náttúrulega að hugga sig við eitthvað

stórskemmtilegur dagur og þið ykkar sem mættuð ekki misstuð af frábærum degi