Jæja, þá hefur samkomunni við Smáralind verið slúttað. Af þeim 9 sem ætluðu að fara þá komu nú ekki nema bara 5, sem var þó eitthvað og voru það ég, GO4IT, Cruiser og einhverjir tveir aðrir sem ég er ekki alveg klár á hverjir eru. Það gerðist svosem ekkert merkilegt, menn kynntust aðeins og svo að sjálfsögðu voru rædd einhver breytingamál á jeppum og um ferðina sem menn stefna að fara í í janúar eða febrúar ef það verður einhver snjór. Allavega að þeim sem mættu langaði flestum að fara ekki í Þórsmörk. Ef menn fara að hugsa út í það að fara þangað þá er það alveg rétt hjá Cruiser að þetta er keyrsla á malbiki í ca. 2 tíma og svo ekki nema bara 60 km hringur þangað inn eftir og út aftur. En eins og ég hef sagt áður þá er ég alveg til í allt, bara að nefna það. En niðurstaða þessa fundar var sú að allir 8cyl trukkarnir sem ætluðu að koma hefðu orðið bensínlausir á leiðinni og því ekki komist og þess vegna vorum við svona fáir :Þ
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian