Jæja. Ég var að uppgötva það að bremsudiskarnir hjá mér eru gjörónýtir og engin verslun virðist eiga þá til. Segjast geta reddað þeim í janúarlok!!! Sem þýðir þá væntanlega miðjan febrúar.

Stilling segir 6 vikur (ég gleymdi að biðja um verðið)
Bílanaust segir 6 vikur og vill fá 21.000 kr fyrir hvorn disk
H. Jónsson segir reyndar 3 vikur en er ekki kominn með verðið á diskana ennþá.

Málið er bara það að ég get ekki keyrt bílinn þar til ég fæ þessa diska. Veit einhver ykkar um aðila sem getur skaffað bremsudiska undir 1985 Ramcharger og það í snatri?
(á hóflegu verði að sjálfsögðu)<br><br>[SPD]Séra Jón
Daðmundur hinn spaki