Þessi könnun þarna um felgubreiddir er helvíti sniðug og sínir hvað mönnum finnst um það.
Ég held að það sé bezt að vera á 12-13“ því flotið sem menn eru að leita eftir er langsum,ég meina þannig að dekkin leggist langsum.En þegar menn aka í snjó þá markar bíllin alltaf eitthvað í snjóin og ryður því alltaf einhverju frá sér og því breiðari sem felgan er því meira þarf bíllin að ryðja og eykur því eyðslu.því held ég að það sé best að vera á 12-13” því það hefur reynst best og flestir eru á þeim stærðum og svo eru flestir 38“ brettakantar ekki gerðir fyrir mikið breiðara en þá væri hægt að fá sér 44” kanta og það er ekki leiðinlegt en svolítið dýrara.
Hvað haldið þið um felgubreiddir?
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.