Þegar farið er í langar jeppaferðir er nauðsynlegt að hafa NÓG eldsneyti og eru jú ýmsar leiðir til við þeim hausverk, Ég fór þá leiðina að bæta við olíutönkum í bílinn hjá mér og hafði þá tvo frekar en einn og nú kem ég 210 lítrum á í einu. en spurningin er á maður að hafa þetta allt tengt saman eða hvað? ég setti þetta þannig upp hjá mér að ég er með báða aukatankana samtengda og þegar aðaltankurinn er orðin tómur het ég dælt úr aukataunkunum með því að kveikja á lítilli rafmagnsdælu og tel ég það góða lausn.

gaman væri að fá álit á þessu frá ykkur hinum, er þetta rétt eða ekki, ætti maður kanski bara að hafa einn tank og nóg af lausum brúsum eða hvað???