Ég hef mikið verið að spekúlera í hvað ég eigi að gera til að hljóð- og hitaeinangra pallin á hiluxinum mínum sem er single cab ´85 með húsi opið á milli. Og ég lét vaða og fór í metró og keypti mikið að svona pappa (drullu einhverri með álfilmu) til að setja undir baðkar og sturtubotna, þetta tók ég og brendi á með gastækjum og þá festist það við pallin og varð hart og gott. Hefur einhver hérna gert þetta eða heirt um þetta? ef svo er þá endileega gefið ykkar álit á þessu og jafnvel ef þið hafið einhverjar fleiri eða betri hugmyndir þá endilega koma því að.