Jæja þá eru liðnir rúmir 2 mánuðir frá seinustu innsendu grein og þá komin tími til að koma annari á síðuna. Alveg einstök afrekasaga sem fylgir þessari síðu. :)
En í staðin fyrir að röfla og tuða og rífa kjaft svona eins og venjulega þá ættla ég að skrifa um svolítð merkilegan hlut sem tengist………….já hverjum gæti dottið það í hug JEPPUM.

Boddýpúðar eða Boddýklossar eru þessir plast sílindrar sem menn nota í 90% tilfella þegar á að fara að lifta boddýinu frá grind til að fá meira pláss fyrir stóru dekkin sem eiga að fara undir bílinn. Fyrir þá sem ekki vita þá eru klossarnir settir á milli boddýs og grindar á boddýfestingum og þá notaður klossi af viðeigandi lengd eftir því hvað á að hækka bílinn mikið, algengt að það sé ca. 60-80mm fyrir 38" jeppa. Þetta hefur í för með sér að setja lengri bolta til að halda boddýinu við grindina og kallar það á meiri sveigju á milli boddýs og grindar.

Ég fór í það verkefni að snýta jeppanum mínum fyrir nokkru og gengur það svona mis vel vegna þess að eftir 2 á af mikilli notkun utanvegar og engu viðhaldi þá var kominn tími á að sinna hinum ýmsu slithlutum eins og að sjóða grindina saman á 3 stöðum. En það var ekki það versta, það sem fór mest í taugarnar á mér var það að eftir þó nokkur ár á 60mm upphækkunarklossum og eina aftanákeyrslu þá voru þessir yndislegu klossar búnir að setja skekkju á boddýið og rífa sig lausa á 2 stöðum. Þeir sem hafa átt gamlan hilux og sinnt honum eitthvað vita hvaða staðir þetta eru.

Eftir að ég lennti í því að negla aftan á bíl í fyrra þá höfðu fremstu klossarnir skekst með þeim afleiðingum að þungin færist á næstu tvær festingar, og í hvert skipti sem bíllinn lendir í holu eða fer yfir grófan veg þá verður mun meira álag á boddýfestingarnar undir hvalbaknum og endaði það með því að klossarnir rifu sig lausa úr boddýinu. Og nú er svo komið að bíllinn er orðin sigin á milli fremstu festinga og festinana fyrir aftan framsæti, mjög hallærislegt að sjá sérstaklega afþví að hurðirnar og frambrettin eru farin að snertast að ofan.

En hvað skal gera? Það er bara eitt í stöðunni og það er að laga boddýið og rífa þessa hel#!@s upphækkunarklossa í burtu. Og svo að hækka sjálfar festingarnar á grindinni upp um 70mm og styrkja og sjóða alveg helling.

Og nú ætla ég að leita ráða hjá mönnum sem hafa gert þetta áður og spyrja hvort það sé eitthvað sérstakt sem ég þarf að gera eða að hafa í huga þegar ég breyti festingunum.