kræst! áðan bað pabbi minn mig um að skutla sér aðeins í eitt hús.. ekkert mál með það.. ég vildi auðvita fá að fara á bílnum hans (land cruiser 80, árgerð '95) en svo þegar ég var komin á staðinn bað hann mig bara að fara aðeins að rúnta á meðan hann gengi frá einhverjum reiningum hjá þessum manni og sagðist hringja í mig aftur eftir svona 15 mínútur þegar ég ætti að sækja hann. og ég auðvita fór ég og fann mér “skafla” ef svo má kalla það :) bakvið glerárskóla á Akureyri.. og ég ætlaði nú aðeins að prufa þetta tryllitæki og mér tókst að svona PIKKfesta mig þannig að bíllinn bara spólaði á öllum og alles! og þetta var ekki einu sinni skafl!! náði mér kannski aðeins fyrir ofan hné eða eikkað álíka!! ég skil ekki kvernig ég fór að þessu sko!! og ég reyndi allt sem ég gat til að reyna að losa hann!!!! og pabbi var búinn að leiðbeina mér í gegnum síma um hvernig ég ætti að læsa drifunum og eitthvað.. en nobe.. ekkert að virka :( svo kom vinur minn á blazer, með skóflur og kaðal og allar græjur og strákarnir sem voru með honum og líka bróðir hans mokuðu alveg undan bílnum og allt fyrir aftan hann.. og svo bara dró hann mig burt! og ekkert mál.. svo fór hann sjálfur leikandi létt yfir þetta allt saman á helmingi minni og lægri bíl! ég var nú bara hálf fúl yfir því :/ en ég er kannski bara ekkert beint besti ökumaðurinn í þjóðfélaginu :) svo bjóst ég auðvita við að pabbi minn yrði alveg hoppandi vitlaus.. en nei nei.. hann sagðist ekki nenna að vera reiður við mig af því að það væri enginn snjór sem hægt væri að festa sig í! :) ;)

kveðja

GIZ