Að jeppast á sumrin Jæja nú er loksins komið sumar og sumir væntanlega búnir að skrúfa “litlu” dekkin undir og þá kemur oft upp klassísk spurning:
“Er eitthvað hægt að jeppast þegar allur snjór er farinn?”

Ég er ekki þessi týpa sem gef upp alla von af því að það er ekki hvítt undir dekkjunm þannig að ég á jákvætt svar við þessari spurningu en það eru margir sem finna það ekki í sér að fara í góða jeppaferð afþví að það má ekki keyra utanvegar allstaðar.
Og það er það sem hefur vantað í þetta sport það er listi yfir skemmtilega slóða og línuvegi sem gaman að brölta um og leika sér á. Þannig að ég ætla að byrja á því að telja upp nokkra slóða í nágreni við höfuðborgarsvæðið og vona að sem flestir bæti í þetta því það er aldrei að vita nema að maður slái þessu inn í word og geri alvöru lista.

1. Hellisheiði - Beygt inn fyrir ofan skíðaskálabrekku og haldið inn á heiði. Hægt er að fara inn í innstadal eða áfram eftir heiðinni og niður með Hengildalsá og út á þjóðveginn fyrir ofan kamba.

2. Helgafell - Keyrt inn hjá hesthúsahverfi í hafnarfirði og upp að stóru hvítu húsi og yfir læk hjá vatnsbólinu áfram inn slóða og upp að fjalli þar sem er hægt að fara til hægri upp fjallið eða áfram inn slóðann. Endar við Bláfjallaveg.

3. Úlfarsfell - Klikkar ekki ef maður hefur ekkert að gera. Algjört möst að fara niður bak við fjallið og út á veginn við stóru gerfihnattadiskana.

4. Óseyrasandar - Fínt að fara í góðu veðri niður á sanda við Þorlákshöfn að reyna tækið. Mun skemmtilegra fyrir bensínbíla.

5. Ingólfsfjall - Þar að fá leyfi hjá fólkinu í Hvammi en það á víst að vera hægt að komast yfir í Grafning þessa leið.

Jæja ég nenni ekki meiru í bili þið komið vonadi með rest.