Sigurinn á fjallinu, auðvitað á Suzuki Fox !! Eins og flest allir vita sem hafa skoðað heimasíðuna mína eða bara
lesið grein eftir mig, þá er ég sennilega að tala um súkkuna mína :o) En í var ákveðið að reyna aðra tilraun á fjallinu hérna
í sléttuhlíð, en til að komast upp þarf að þræða dal, upp frekar
þröngt skarð og brekkur miklar… færið var ágætt alveg upp að skarðinu þar var mikið púður yfir hjarninu þannig að það tók tíma
að fara þar upp. En Súkkan á 36“ dröslaðist þarna upp þrátt fyrir að vélsleði sem við fórum líka á átti í erfiðleikum með að komast upp.
Efsta brekkan reyndist erfið en í fyrra þegar fyrsta tilraun var gerð á fjallið byrjaði smurpungurinn að leka og snúa þurfti við til að verða ekki olílausir.
En núna bilaði ekki neitt, og þótt ótrúlegt virðist skreið súkkan á ”hlið" eða fór á ská upp brekkuna þrátt fyrir þvílíkt púður.
Púðrið hefur safnast alveg svakalega þarna í brekkuna en súkkan sigraði brekkuna og allt fjallið…. keyrt var fram á brún á fjallinu til að líta niður og sjá Þórðarhöfða, Drangey og Málmey, og ekki spillti veðrið fyrir, þvílík sól og blíða. Þetta sannaði súkkuna og það einfaldlega hvað bíllin getur ótrúlega farið mikið.