Mig langaði að fá ykkar skoðun á hvort sé \“hagstæðara\” eða réttara sagt sniðugara fyrir mig að kaupa mér gamlann Land Rover eða Bronco?

Til að útskýra að eins að þá er ég í fyrsta lagi ekki mikill jeppa-kall, en þó dellukall í húð og hár. Ég er að hugsa um að kaupa mér gamlann jeppa á ekkert alltof stórum dekkjum og helst með díselvél fyrir svona ca. 50 - 150 þúsund kall…

Ég hef gaman að því að ferðast, en ég er ekki mikið fyrir að flækjast upp á hálendið heldur bara svona \“þjóðvegur 1\” ferðalög. Auk þess hef ég hug á því að nota jeppann í sportveiðina (gæs/rjúpu).

Ég átti Bronco \'73 í tvö sumur og var yfir mig ánægður með hann fyrir utan geggjaða eyðslu á 6cyl línunni… En ég hef líka alltaf verið mjög heitur fyrir gamla stutta Land Rovernum (þó væri sá langi líka mjög praktískur upp á að geta gist í honum).

Endilega komið með einhver rök með og á móti hvorri gerðinni fyrir sig og einnig væru aðrar uppástungur mjög vel þegnar - en eins og ég sagði ofar að þá er ég bara að leita að ódýrri græju. ;-)

Kv, Andri
kv, Andri