Loksins virðist snjórinn loksins ætla að fara skila sér og vonandi hættir hann ekki að snjóa fyrr en það er komið í minnsta lægi 3-4 metra háir skaflar :o) Þetta eru líkar góðar fréttir fyrir sleðamennina því það hefur þurft að keyra með sleðana langar leiðir fyrir suma til að komast á sleða, þá kannski bara yfir helgi. Ég er sjálfur í báðum sportum og fíla það vél, súkkan rokna stuði á 36 tommunum og RXL-inn minn í fínu standi með 650 kúbikin klár, en snjórinn hér í skagafirðinum er ekki nægur til að sleðast en það er hægt að hugga sig við það að maður getur nú aðeins jeppast í köntum og svoleiðins :o)
En ég hvet alla vélsleðamenn sem eru að stunda huga að hvarta nóg í stjórnendum og senda nóg inn að könnunum og kvörtunum til að fá þetta áhugamál á huga, þetta er orðið svolítið pirrandi.
Ég væri endilega til að fá þetta áhugamál hér á huga, ég hef nokkrum sinnum reynt að senda einhverjum stjórnenda eða eitthvað en aldrei fengið svar. Ég myndi stunda huga meira ef vélsleðar væru hér og ég stunda hann daglega.

Takk
Kv. Binni