Það virðast flestir einblína á snjó og vetur þegar talað er um jeppa hérna. Málið er að það er nóg að gera á sumrin líka. Það þarf ekki 38-44“ til að skreppa á fjallaslóða á sumrin og hafa gaman af, það er jafnvel hægt að fara sömu slóð á Lödu sport og Patrol 44” á sumrin.
Að vísu er frekar neikvæð umræða um jeppaferðir að sumarlagi (utanvegaakstur o.þ.h.) en það er nóg af slóðum sem þarf smá lagni við að kanna sem hægt er að fara um.
Ég hef t.d. lent í þeim aðstæðum að koma að stað þar sem vegur hafði skolast í sundur og hefði verið vonlaust að fara yfir á stórum bíl, en ! ..sem betur fer var ég á óbreyttri Lödu sport sem að smellpassaði ofaní skurðinn þannig að ég komst yfir.
Og í tilefni af umræðu um vanbúna jeppa á fjöllum má benda á að ef að illa fer og maður strandar einhversstaðar einn á sumrin (Samt gáfulegra að vera aldrei einbíla) þá verður úr þessu bara fínn göngutúr í vonandi góðu veðri !!

P.s. Það eru fleiri leiðir en Sprengisandur og Kjölur í boði !