Ég var nú bara rétt í þessu að koma inn um dyrnar því að ég var að moka innkeyrsluna hjá mér. Að sjá svona mikin snjó verður til þess að ég fer að hugsa um fortíðina. Já það var eitt sinn sá tími þegar pabbi átti flottan fjallajeppa. Þá er ég að tala um N. Patrol ´89, breyttan fyrir 38´ dekk, breyttum hlutföllum, læstur að framan og að aftan( þessi árgerð kom orginal með loftlæsingum að framan minnir mig)og ég eiginlega nenni ekki að fara að telja upp hvað var að aukahlutum o.s.f.v. Svo var hann seldur og nýr Patrol keyptur á bæinn. Ekki hafði pabbi þá í hug að breyta honum vegna þess að hann hafði verið það dýr o.s.f.v. Svo var hann líka seldur og keypt N. Primera í staðin. Og þar sem við höfum ætíð verið mikið að ferðast bæði á sumrin og á veturnar seldum við fellihýsið okkar líka og keyptum Ford Econoline. Það var held ég um 1998. Ég fór í mína fyrstu ferð um vetur þegar ég var aðeins hálfs árs gamall og var pabbi þá búinn að vera í góðan tíma að ferðast á fjöllum og hefur þar af leiðandi mikla reynslu. Ég hef sennilega farið í flestar ferðir frá minni fyrstu með honum og svo eftir að við seldum apparatið þá hef ég verið að fara með JohnnyB hér á huga. Við höfum oft verið vitni af því þegar Ford Econoline af öllum stærðum hafa verið að festa sig hvar sem er og hvernig sem, af felga, brjóta öxla, brjóta drif ofl. vegna þyngdar. Þess vegna datt okkur ekki í hug að fara á 4 tonna trukkinum okkar á fjöll, sem við erum búnir að vera að breyta í húsbíl svona smátt og smátt í 3 ár. Og 4 tonn pæliði í því, samkvæmt nýju reglunum þarf að vera með meiraprófið til að keyra hann og er hann búinn 6,9 Trubo dísil vél, extra langur, 38' dekkjum og svo margt fleirra. Svo einhverntíman þarna í millitíðinni áttum við vélsleða sem ég ætla ekkert að fara tala sérstaklega um hérna vegna þess að mér finnst það ekki henta þessu áhugamáli.´

Í dag eigum við bara Primeru og Econoline( sem stendur inni á veturnar) en engan jeppa til að ferðast á né vélsleða. Svo veit ég það eru margir sem eiga alveg geðveikt vel útbúna bíla og fara aldrei neitt. Og áðan þá sá ég alveg sorglegan hlut. Maður með Toyota LandCrusier breyttan á 38´dekkjum að moka snjó frá bílnum til að geta keyrt út. Ég talaði eins við hann og hann sagði mér það(kunningi minni) að hann vildi ekki festa sig í innkeyrslunni. Í INNKEYRSLUNNI? for cryin´out loud.
Annars nenni ég ekki að skrifa mikið meira um eikkað sem skiptir engu máli, heldur ætla ég að slá á þráðinn til föður míns og biðja hann um jeppa.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian