Well well

Þá fer að stittast í veturinn og þá er um að gera að fara í sem flestar jeppaferðir, ég hef verið að hugsa útí það hvort að það væru einhverjir jeppaeigendur hér sem hefðu áhuga á að fara saman í einhverja góða jeppaferð þegar snórinn fer að láta sjá sig :)

Við þurfum ekkert endilega að far eithvað langt, getum t.d. bara farið úppá Nesjavelli, Lyngdalsheiði eða eithvað svoleiðis, en það er náttúrulega skilirði að það sé komin nægur snjór, það væri líka hægt að reyna að fara í helgarferð einhvert norður (þar er alltaf nóg af snjó en það mundi þurfa að plana það vel með góðum fyrirvara.

Allavega þá hef ég áhuga en ég veit ekki með ykkur hin, það er náttúrulega eina vitið að vera með og hafa gaman af þessu, endilega komiði með einhverjar tillögur

Kveðja
Með von um góðar undirtektir

Gauijul