Komið þið Sæl

Ég keypti mér nýlega Suzuki Sidekick 94 model ALVEG óbreyttur. Þetta er ekki fyrsti Suzuki jeppin sem ég á heldur sá þriðji í röð, þar áður átti ég SJ413 og svo SJ410 (sem ég á reyndar ennþá). Ég stunda mikið náttúrulífsljósmyndum og er auk þess með ódrepandi jeppadellu. Ég hef þó ekki gert svo merkilegur að hafa breytt bíl áður þessvegna leita ég hingað í von um að fá einhverjar upplýsingar um svoleiðis aðgerðir.
Ég stefni að því að upphækka bílinn á 31“ dekk, reinslan segir mér að ég hefi ekkert við meiri upphækkun að gera þó að 33” breiting sé vissulega freistandi kostur í snjóakstur, en einhverstaðar verður maður að byrja.
Getur einhver sagt mér nákvæmlega hvað ég þarf til að breyta bílnum á þetta stór dekk og hvað fylgir í því að breyta bíl, er þetta það mikil breyting að þetta sé eitthvað sem þarf að skrá sértaklega?
Takk fyrir

Óskar Andri
oskarandri@islandia.is