það er nú þannig að mamma mín og pabbi keyptu sér nýlega land cruiser árgerð '95. svo þurftu þau að fara með hann á verkstæði af því að hann var alveg ljóslaus að aftan. allt í lagi með það nema kvað.. daginn eftir fóru þau og sóttu bílinn og keyrðu heim en þá bara var engin leið að drepa á bílnum. hann hefur alltaf verið frekar lengi að drepa á sér en vá! ekki svona lengi.. það var löngu búið að taka lykilinn úr en samt lifði alltaf á bílnum! þótt hann væri í gír og kúplingin uppi.. svo loksins dó á honum og þau bara héldu að þetta væri nú allt í lagi og fóru bara inn að sofa. svo daginn eftir fer mamma í vinnuna og það sama gerist.. hann bara drepur ekki á sér og hún gat keyrt og bakkað og alles með engan lykil í.. þannig að hún bara hringdi í pabba og hann kom og ætlaði að athuga kvort hann gæti nú ekki drepið einkvernveginn á honum.. en hann gat alveg keyrt bara eins og honum sýndist og ekkert vesen. svo prufaði hann að leggja og setja í fyrsta gír og sleppti svo bara kúplingunni og ekkert gerðist.. þá fór hann opp í annan gír og sleppti svo en samt var bíllinn enn í gangi.. og enginn lykill í.. svo bara endaði með því að hann bara kæfði bílinn.. setti bara í þriðja gír og gaf bara inn bensín alveg þangað til að bíllinn bara kafnaði og drap á sér. svo var hann að segja vini sínum sem á eins bíl þetta.. og hann sagði bara.. hei, þú ert nú heppinn.. ég vaknaði nú einu sinni við að minn var bara að reyna að fara sjálfur í gang klukkan hálf fjögur um nóttina.. :) pæliði aðeins í þessu.. þetta er ekkert eðlilegt með bíla sko..

Kveðja, Gizzie.