Ég er ekki þannig maður að ég vilji fara á hverja einustu bílasölu sem ég sé, einsog vinur minn reyndar er… en nóg með það. Ég fór með vinum mínum á bílasölu á Selfossi og þeir voru að skoða alla þessa flottu bíla sem þeim leist á, BMW, Benz, Hondur og alla þessa sportbíla sem vöktu engan veginn áhuga minn. En svo keyrðum við framhjá þessum líka FALLEGA, samlita, svarta Bronco II '88 árgerð. Ég varð gjörsamlega veikur! Ég hef alltaf verið meira fyrir svona bíla en þessa sport bíla… en allavega, þá bað ég hann um að stoppa og ég fór út til að skoða bílinn. Þetta var einhver fallegasti Bronco sem ég hafði séð um ævina, 6 cylendra, 2.9 lítra vél, ekinn 153 þús og ekki sett á hann nema 230 þúsund krónur. Ég varð að fá þennan bíl, en málið var að það var sunnudagur og lokað í bílasölunni… þannig að ég ákvað að þegar ég kæmi heim myndi ég tala um þetta við pabba. Alla leiðina heim hugsaði ég um bílinn (þess má geta að ég á heima í Vestmannaeyjum) og gat ekki beðið eftir að tala um þetta við pabba… Þegar ég kom loksins heim talaði ég við pabba og hann tók bara vel í þetta, hann var einmitt að fara uppá land á þriðjudaginn og bauðst til þess að kíkja á bílinn þegar hann færi framhjá Selfossi. Og ég beið og beið… svo kom þriðjudagurinn og ég hringdi í pabba og fékk að heyra það sem ég hef grátið yfir síðastliðna daga. Bílinn var seldur :((( Ég hélt ég yrði ekki eldri. Þetta er EINI bílinn sem ég hef nokkurn tímann haft áhuga á að kaupa og ég hef sko farið á þónokkrar bílasölur. Ég hef haft dellu fyrir þessum bílum (Bronco II) frá því að pabbi keypti sér einn svoleiðis bíl sem hálfgerðan vinnubíl… en það endaði með því að ég heimtaði að fá að sjá um bílinn og vera á honum. En þetta er alveg týpískt… eina skiptið sem ég hef nokkurn tímann verið áhugasamur um að kaupa mér bíl og þá fer það svona. Ég ætla samt ekki að gefast upp og ætla mér að finna sambærilegan Bronco II til að kaupa mér :) Er kannski einhver að selja? :P