Hásingarnar hafa oft komið fyrir í mínum litla heila ( sem er stútfullur af bílum og drasli ) og ég hef oft spurt mig sjálfan hver er t.d munurinn á Dana 60 og Dana 60 fljótandi ( sá þetta fljótandi einhverstaðar bregða fyrir ) og líka afhverju er dana 40 ekki eins sterk hásing og dana 60, eru fleiri tannhjól er hún einfaldlega sterkari í byggingu eða ?? Ég veit svona flest allt um bíla og ég veit að það eru dana 40 hásingar undir súkkuni minni.

Flækjur. Sumstaðar hef ég heyrt að það sé ekkert gott að fá sér flækjur í bíla með litla mótora og séu léttir, mig langar alveg gríðalega að fá mér flækjur í súkkuna og hún er með volvo b20 vél og mig langar í aðeins meira afl ( þótt það sé eiginlega alveg nóg fyrir þennan bíl, en hverjum langar ekki í meira afl :o)
Það væri ágætt að fá svona álit frá einhverjum sem veit eitthvað um þetta.

Takk

Binni Súkkuhaus