Sælir piltar

Mér fannst vanta á þessa jeppaspjall síðu umræðu um utanvegaakstur, helsta baráttumál okkar jeppamanna að farið sé vel með landið okkar.

Í dag er 2005, það er búið að senda apa upp í geim, kenna hundum pool og komnar fjarstýringar á lýsingakerfi blokkaríbúða á Berþórugötunni en ekki geta allir íslenzkir jeppamenn lært að bera virðingu fyrir náttúru Íslands.

Það er óhugnalegt að keyra um Fjallabak og sjá svo víða spólför eftir jeppa og mótorhjól utan vega. Það er eins og menn skilji ekki að hálendisnáttúran er miklu viðkvæmari en sú sem er í görðunum í Norðurmýrinni. Ætli það sé ekki aska sem þekur megnið af hálendi Íslands og í hana reynir fjallagróðurinn að skjóta rótum. Ef plöntunum tekst vel til geta þær á nokkrum árum blandað vikurinn með mold og búið sér þannig sómasannlegann jarðveg sem er þ.a.l. bara örfárra sentimetra þykkur.

Með því að keyra ofaná slíkum jarðvegi gerist það að moldin sálrast niður í gegnum vikurinn og plantan drepst af áfallinu. Þó ekkert sjáist eftir bílinn getur hann verið að skemma með þessum hætti.

Annað sem utanvegaakstur gerir:
Þegar akstur utanvega er stundaður og örgrunn hjólför myndast t.d. í brekku þá er nokkuð öruggt að leysingavatn renni niður brekkuna og tekur í burtu með sér allann gróður og jarðveg sem gróðurinn getur verið að nýta og ekki nóg með það heldur gerist þetta ár eftir ár en eftir örfá ár verða hjólförin djúpir ógræðandi skurðir sem síðan vindur klárar að opna og valda landfoki.

Annað vandamál hrjáir okkur jeppamenn og það eru þeir sem ekki skilja hvað gerist ef eknir eru vegir sem eru þaktir drullu snemma á vorin. Þegar frost fer úr jörðu tekur það nokkurn tíma og frostið fer fyrst að ofan og síðan þiðnar niður. Þetta þíðir að bleytan sem á veginum er um vorið á enga leið í burtu fyrr en jörðin losnar við klakann alla leið niður. Ef vegir eru eknir í svoan ástandi þá myndast hjólför sem síðan getur reynst útilokað að slétta úr þegar vegirnir þorna nema með stórvirkum vinnuvélum. Til þess að þetta gerist ekki þarf að fylgjast með vegakorti vegagerðarinnar og jafnvel að hringja í þjónustusímann hjá þeim og FARA EFTIR ÞVÍ SEM ÞEIR SEGJA.

Hinsvegar eru sem betur fer ekki nema afar lítill hluti jeppamanna svona innrættir að stunda utanvegaakstur á ófrosnu og auðu landi en þeir sem þetta stunda meiga eiga það á samviskunni að verið er um þessar mundir að setja lög sem nánast því gera jeppasportið okkar ólöglegt. Nokkrir af þeim sem gera þetta reyna að aumingjast við að fela sig á bak við ameríkana sem stunda þetta heima hjá sér og hafa reyndar bjálfast við að gera þetta hérna á Íslandi líka en fengið heldur betur bágt fyrir.

Við megum ekki láta hafa okkur að fíflum eins og er í raun gert að kenna öllum sem stunda jeppamennsku eða fjallamennsku á einhverju öðru en 2 jafnfljótum eða rútu um hálfvitaganginn í þeim sem stunda utanvegaakstur.

Þessi barátta þarf að komast á hærra plan en að menn bendi stöðugt á aðra sem skemma líka: hestar mótorhjól, vélsleðar, rarik, síminn osfrv. Það þarf að hætta þessari vitleysu, við jeppamenn þurfum að vera fyrstir til þess og bestir í því.

Kv Isan