Daginn piltar og vonandi stúlkur líka.

Ég er í talsverðu basli og á ekki einfalda leið út.

SKO…

Ég keypti fyrir tæpum 6 árum síðan Isuzu trooper bifreið sem eigandinn hafði líklega gefist upp á vegna hás viðhaldskostnaðar en hefur trúlega ekki fattað að hann hefur gert við alla hluti sem hefur þarfnast viðhalds síðan hann seldi hann.

Bíllinn er búinn að skila mér tæplega hundrað þúsund kílómetra á þjóðvegi nr 1, innanbæjar í Reykjavík, Þorlákshöfn, Selfossi og Egilsstöðum ásamt öllum hálendisleiðum sem ég hef farið um síðastliðin 6 ár sem eru ófáar og í öllum tilfellum skilað mér og minni fjölskyldu heim.

Ég keypti hann á 31“ dekkjum en setti hann 2 árum seinna á 33” og litlu seinna á 35“ dekk sem reyndust bílnum afar heppileg.

Ég hef ferðast á bílnum um suðurlandshálendið þvert og endilangt, sett bílinn upp að hliðarrúðum í Krossánni með tæplega 3 ára dóttur mína í bílnum, ekið um Mýrdalsjökul, Langjökul ásamt því að aka um hálendið Sunnanlands að vetrarlagi með tilheyrandi krapapyttum, hrauni osfrv.

Í fyrsta skiptið bilaði Isuzu í ferðalagi og þá í sunnudagsbíltúr um Kárahnjúka, Laugarfell og fleira en þá fór heddpakkning. Ég keyrði helvítið heim.

Fyrsta bilunin eftir tvöhundruð og tíuþúsund kílómetra og ekki alla ekna fallega.

Í dag bíður Isuzu minnar ákvörðunnar númerslaus upp í hlaði og grotnar niður. ónýtar legur í afturhásingu, stirrðar afturbremsur og ónýtir afturdemparar.

Ég hef boðið bílinn til sölu en menn bjóða ekki einu sinni í hann.

Hvað á ég að gera? Ég á eina Tojotu carinu og gamlann lítinn vagóner á 38” dekkjum með risastórri v8 vél. Ég gef trooperinn aldrei en það vill enginn kaupa hann.

Ég hélt að það væri ekki hægt að verða svona ástfanginn af bíl en ég tími engan vegin að láta þennann bíl.
Kv Isan

P.s. ég heiti meira að segja Isan eftir honum….