Suzuki fox er mjög sniðugur bíll og auðvelt að breyta. Aðal kostirnir við Suzuki Fox er það að hún er mjög létt með öllum helstu breytingum eða ef miðað er við 36“ dekk. Ég sjálfur á suzuki fox á 36” dekkjum og hún hef reynst mér mjög vel, ég er með volvo b20 vél í henni (95 hestöfl) og hún hefur ekkert klikkað. Það vantar alls ekki kraftinn í græjuna þegar hún er komin með svona góða vél. Best er að hafa allan bílinn á gormum þegar búið er að hækka svona mikið upp.
Aðal gallarnir við að breyta suzuki svona er sá að aksturseiginleikarnir hverfa gjörsánlega en allt er hægt að bæta. Fyrst þegar ég fékk þennan bíl þá hélt ég að þetta myndi ekki þola neinn halla en það er gjörsánlega ótrúlegt hvað þetta þolir mikin halla.

Þess vegna segi ég að suzuki sé góður kostur og ódýr ef menn eru að byrja í jeppa bransanum og eru kannski félitli