Hvað finnst mönnum um það að Landvernd sé farinn að gera sig að sjálfkjörnum löggæslu mönnum með því að klaga í fjármálaráðherra um grun sinn að pallbílar séu fluttir inn á lægri gjöldum án þess að vera notaðir í atvinnurekstri?

Að mínu mati finnst mér að þarna sé Landvernd kominn út á mjög hálan ís, að ætla sér að hópur fólks sem keyrir ákveðna gerð bifreiða séu lögbrjótar og að það verði sérstaklega að rannsaka þennan hóp.

Sjálfur á ég ekki pallbíl sem gæti fallið í tollflokk um vörubifreið en mér finnst ansi langt seilst ef að Landvernd þykist geta stýrt hvernig farartæki ég ek um á. Maður hefur á tilfinningunni að næst vilji þetta fólk fá völd til að stoppa menn og gera upptæka bíla ef þeir hafi ekki haldgóða skýringu á ferðum sínum á þessari tilteknu gerð bifreiðar!

Svona njósnastarfsemi þarf að stoppa áður en við verðum kominn með einhverkonar hálendis gerfi löggu með Stasi vald undir stjórn þessara umhverfisnasista sem margir af þessu sauðahúsi eru (Ath margir, ekki allir!).

Það er ekki annað hægt að skilja á gerðum þessa fólks að endanlegt markmið þeirra sé að allir landsmenn aki helst um á einni ríkis viðurkenndri bifreið t.d. Yaris en hafi það frelsi, jafnvel, að mega velja um bláan, hvítan eða rauðan lit!

Það er hægt að komast upp með margt og ekki taka ábyrgð á gerðum sínum með því að fela sig á bakvið Kyoto bókunina sem ekki öll lönd hafa nú gerst þáttakendur í og fæstir vita hvernig sum lönd eiga að vera fær um að uppfylla kröfurnar án þess að færast aftur á steinaldarstig ef ekki kemur til einhver ný óþekkt orka, auk þess að ekki eru nú allir vísindamenn sammála um að dreifing s.v.k. gróðurhúsalofttegunda frá bílum hafi nein teljandi áhrif á umhverfið ef allir þættir eru teknir með t.d. eldgos o.f.l.

Þetta fólk virðist vera stolt af sjálfu sér og birtir bréf sitt á heimasíðu Landverndar.

Með vísan í frétt Fréttablaðsins:

http://www.frettabladid.is/?PageID=38&NewsID=20826

Bréf Landverndar:

http://www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=1397
Chevrolet Corvette